04.10.2017
Norræna skólahlaupið
Í dag tóku nemendur skólans þátt í Norræna skólahlaupinu. Hægt var að velja um 3 vegalengdir, 2,5 km, 5 km eða 10 km. Myndir frá hlaupinu eru komnar á myndasíðu skólans.
Nánar04.10.2017
Íþrótta- og leikjadagur
Í dag var íþrótta og leikjadagur hjá okkur í Sjálandsskóla. Þá er nemendum skipt í aldursblandaða hópa sem fara á milli stöðva, inni og úti. Á hverri stöð fara nemendur í ýmsa leiki, t.d.babminton, boccia, kubb, eltingaleik, brennó, pógó, skák, olsen...
Nánar03.10.2017
Vinningshafar forvarnarviku úr Sjálandsskóla
Í teiknimyndasamkeppni sem haldin var meðal nemenda í leik-og grunnskólum Garðabæjar í tilefni af forvarnarviku, sigraði nemandi í 7.bekk í Sjálandsskóla, Hafdís Rut Halldórsdóttir.
Nánar02.10.2017
Forvarnarvika
Þessa vikuna verður haldin forvarnavika í leik- og grunnskólum Garðabæjar. Þema vikunnar er snjalltækjanotkun barna og unglinga, líðan og svefn undir slagorðinu "Er síminn barnið þitt?". Í vikunni verður boðið upp á fræðslu þessu tengt fyrir foreldra...
Nánar27.09.2017
Myndir frá 7.bekk á Reykjum
Við fengum nokkrar myndir sendar frá kennurunum sem eru með 7.bekkinn á Reykjum. Þau eru þar í góðu veðri og allt gengur vel, mikið fjör og nóg að gera hjá þeim.
Nánar26.09.2017
Myndir frá 9.bekkjarferð í Vindáshlíð
Í síðustu viku fóru nemendur í 9.bekk í hópeflisferð í Vindáshlíð. Nú eru komnar myndir frá ferðinni inná myndasíðu 9.bekkjar.
Nánar25.09.2017
7.bekkur á Reykjum
Þessa vikuna eru nemendur í 7.bekk í skólabúðunum á Reykjum í Hrútafirði. Lagt var af stað í morgun og koma nemendur til baka á föstudaginn.
Nánar22.09.2017
Samræmd próf
Í dag og í gær voru samræmd próf í 7.bekk og í næstu viku eru samræmd próf í 4.bekk. Prófin eru rafræn og hefur fyrirlögn gengið að óskum og engin tæknileg vandamál komið upp.
Nánar21.09.2017
8.bekkur í Vindáshlíð
Í síðustu viku fóru nemendur í 8.bekk í hópeflisferð í Vindáshlíð. Krakkarnir voru mjög heppin með veður, fengu sól og blíðu báða dagana. Þar var farið í ýmsa hópeflisleiki og gönguferðir. Um kvöldið var kvöldvaka, en krakkarnir gistu í eina nótt.
Nánar15.09.2017
Myndir frá gróðursetningarferð í Guðmundarlund
Í síðustu viku fóru nemendur skólans ásamt nemendum Alþjóðaskólans í gróðursetningarferð í Guðmundarlund. Nú eru komnar myndir frá ferðinni inn á myndasíðu skólans.
Nánar15.09.2017
Heimavinnuaðstoð á Bókasafni Garðabæjar
Boðið verður upp á heimavinnuaðstoð á Bókasafni Garðabæjar í vetur. Á fimmtudögum kl.15-17 verða sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum sem aðstoða nemendur við heimanám.
Nánar06.09.2017
Guðmundarlundur á fimmtudag
Á morgun, fimmtudag, verður árleg gróðursetningarferð í Guðmundarlund. Þar munu nemendur í 1.-10.bekk gróðursetja birkiplöntur, fara í leiki og fleira skemmtilegt. Grillaðar verða pylsur í hádeginu og þeir sem eru ekki í mataráskrift þurfa að koma...
Nánar- Fyrri síða
- 1
- ...
- 4
- 5
- 6
- ...
- 12