10.06.2013
Myndir frá skólaslitum
Á föstudaginn (7.júní) voru skólaslit hjá 1.-9.bekk og á fimmtudagskvöld hjá 10.bekk.
Á myndasíðunni eru komnar myndir frá skólaslitunum.
Nánar10.06.2013
Vorferð 9.bekkjar í Skorradal
Í síðustu viku fóru nemendur í 9.bekk í vorferð í Skorradal. Þar gistu þeir eina nótt og var líf og fjör eins og sjá má á myndunum á myndasíðu 9.bekkjar
Nánar06.06.2013
Fjallganga og innilega -myndir
Í gær fóru nemendur 1.-7.bekkjar í fjallgöngu á Esjuna. Hópnum var skipt í þrennt og var farið í miserfiðar göngur. Að lokinni fjallgöngu fóru nemendur með rútum aftur í skólann þar sem innilegan tók við
Nánar03.06.2013
Vortónleikar kórsins á morgun
Á morgun þriðjudaginn 4.júní kl.17 verður kór Sjálandsskóla með tónleika í sal skólans. Aðgangseyrir er kr.300. Allir eru velkomnir og við hvetjum alla til að bjóða foreldrum, ömmum, öfum, ættingjum og vinum á þessa frábæru tónleika.
Nánar03.06.2013
Innilega og fjallganga -upplýsingar
Á miðvikudag er fjallganga og innilega hjá 1.-7.bekk. Allar nánari upplýsingar voru sendar foreldrum en þær má einnig finna á heimasíðunni.
Þar má finna upplýsingar um fjallgöngu á Esjuna, útbúnaðarlista, tímasetningar o.fl.
Nánar22.05.2013
7.bekkur á kajak
Í gær fóru nemendur í 7.bekk á kajak með Helga skólastjóra. Veðrið var fjölbreytt og fengu sumir hóparnir sól og blíðu en aðrir haglél og rok. En krakkarnir létu það ekki á sig fá og skemmtu sér vel
Nánar16.05.2013
Vímuvarnarhlaup og fótboltamót hjá 5.-6.b.
I morgun fékk 5.-6.bekkur gesti frá Lionsklúbbnum Eik sem stóðu fyrir Vímuvarnarhlaupinu sem 5. bekkur tók þátt í. Andrea Sif Pétursdótir íþróttakona Garðabæjar spjallaði við þau um sinn feril og mikilvægi þess að stunda æfingar af samviskusemi og...
Nánar16.05.2013
Leiksýning hjá 7.bekk -Frá Róm til Þingvalla
Í dag sýndi 7.bekkur leiksýningu sem byggir á bókinni Frá Róm til Þingvalla. Leikritið fjallar um nokkra atburði í mannkynssögunni og sögusviðin eru Róm, Egyptaland, Ísland og Noregur.
Nánar15.05.2013
Útikennsla hjá 3.-4.bekk
3.-4. bekkur er í þema um fiska umhverfis Ísland og eru þau búin að nýta útikennsluna í þetta skemmtilega þema.
Þau krufu m.a. ýmsar fiskitegundir, krítuðu fiska í raunstærð, bjuggu til báta og grilluðu fisk með grænmeti í Gálgahrauni.
Nánar13.05.2013
1.bekkur fær endurskinsvesti frá Landsbjörgu
Í dag fengu nemendur í 1.bekk endurskinsvesti frá Landsbjörgu.
Slysavarnarfélagið Landsbjörg gefur öllum skólum á landinu endurskinsvestin til að nota í vettvangsferðum barna í 1.bekk
Nánar13.05.2013
Hljóðfærakynning-Tónlistarskóli Garðabæjar
Í síðustu viku komu tveir tónlistarkennarar frá Tónlistarskóla Garðabæjar og kynntu starfsemi skólans fyrir nemendur í 1.-4.bekk. Þeir spiluðu á básúnu og klarinett og Emil Snær, nemandi í 9.bekk spilaði einnig á trompet.
Nánar07.05.2013
1.-2.bekkur -verðlaun fyrir sorpflokkun
Í hverjum mánuði eru veitt verðlaun þeim bekkjarhópi sem stendur sig best í sorpflokkun og verðlaun fyrir aprílmánuði fengu 1.-2.bekkur. Þau fengu í verðlaun súkkulaðiköku sem þau snæddu í nestistímanum í dag.
Nánar- Fyrri síða
- 1
- ...
- 6
- 7
- 8
- ...
- 12